Staurar
Afmarka, stýra eða hindra umferð
Staurar henta vel til að afmarka, stýra eða hindra umferð farartækja.
Þeir fást í ýmsum gerðum og stærðum og eiga það sameiginlegt að auka öryggi vegfarenda og setja snyrtilegan svip á umhverfið.
Hverfisstaur, til í nokkrum stærðum.
Hverfisstaurar eru tilvaldir til að afmarka, stýra eða hindra umferð farartækja. Staurarnir fást í ýmsum gerðum, stærðum og tegundum.
Hafnarstaur á fæti, til í nokkrum stærðum.
Hafnarstaurar eru tilvaldir til að afmarka, stýra eða hindra umferð farartækja. Þeir eru einnig tilvaldir þegar afmarka þarf umferð, t.d. við hafnir, en þeir koma á fæti og því auðvelt að koma þeim fyrir.
Búlki, má setja beint ofan á steinlögn eða malbik til að hindra umferð farartækja.
Rafhleðslustaurinn Máttur er með gati í botninn fyrir rafmagnssnúru og er sérhannaður fyrir rafhleðslustöðvar sem þurfa að standa frístandandi á bílastæðum við heimili eða fyrirtæki.
Til að setja rafhleðslustaurinn upp þarf að grafa fyrir undirstöðunum og koma honum fyrir í jarðveg.
Staurarnir eru traustir og stöðugir, og sjást vel út um glugga bílsins, sem dregur úr áhættu á að ekið verði á hann. Slétta steypuáferðin á báðum hliðum hans skapar samræmt og stílhreint útlit ásamt því að staurinn er með gati fyrir rafhleðslustöðina. Vefverslun BM Vallá birtir verð, lagerstöðu, tækniupplýsingar og þar er hægt að panta.Opna vefverslun
Staurar eru sérpöntunarvara.