Val á hellum
Mikilvægt er að velja réttar hellur fyrir hellulagða svæðið út frá álagi og umferð.
Þegar velja á hellur er mikilvægt að velja hellur sem henta fyrir viðkomandi svæði og þá þarf að skoða þykkt, stærð og álagsflokk.
Þykkt og stærðir á hellum Staðalþykkt á hellum frá BM Vallá er 6 cm þykkt sem hentar fyrir flest svæði, t.d. innkeyrslur, bílastæði og þar sem létt umferð er. Ef hellulagða svæðið þarf að þola þunga umferð eða ökutæki er gott að nota þykkari hellur eins og 8 cm þykkar sem eru sérstyrktar og þola aukna þyngd.Þegar kemur að því að velja stærðir á hellum þá er gott að hafa í huga að fyrir innkeyrslur skulu stærð hellna ekki vera meiri en 30x30, nema þær séu í 8 cm þykkt. Hins vegar ganga allar aðrar stærðir fyrir göngustíga og verandir.Val á álagsflokkumÁlagsflokkar fyrir hellur eru fjórir, frá I til IV, og eftir því sem álagið á hellulagða svæðið er meira þarf að velja hærri flokk. Hægt er að velja hellur eftir álagsflokkun í vefverslun okkar.
Álagsflokkur IEr ætlaður gangstígum og þar sem gangandi vegfarendur fara um.
Álagsflokkur IIEr ætlaður innkeyrslum við húsnæði og bílastæðum.
Álagsflokkur IIIEr ætlaður fyrir bílastæði hjá fyrirtækjum eða stærri svæðum þar sem má gera ráð fyrir tilfallandi umferð þungra farartækja, s.s. vörubíla,
Álagsflokkur IVEr ætlaður fyrir götur þar sem meðalþung og þung umferð er til staðar, t.d. hraðahindranir.Lesa nánar á vef