Heilsteypt sorptunnuskýli sem endast og eru augnaprýði
Sorptunnuskýlin frá BM Vallá eru bæði stílhrein og sterkbyggð og gerð fyrir allar tegundir sorptunna. Þau hafa verið framleidd hjá fyrirtækinu um áraraðir og hafa reynst afar vel.
Stækkunarmöguleikar
Skýlin koma í nokkrum stærðum og hægt er að fá hurðir, hurðaramma og pumpur á skýlin. Hægt er að stækka E-einingaskýli sem nemur einu bili með L-einingu.
Henta við flestar aðstæður
Ruslatunnuskýlin á að leggja á frostfrían jarðveg, hellulagt eða steypt undirlag. Hagkvæmt og sveigjanlegt kerfi sem hentar við flestar aðstæður.Vefverslun BM Vallá birtir verð, lagerstöðu, tækniupplýsingar og þar er hægt að panta ruslatunnuskýli og fá sent heim. Einnig er hægt að hringja í söludeild í síma 412-505 eða senda tölvupóst og fá ráðleggingar. Opna vefverslun
Sorptunnuskýli fyrir gáma eru hentug lausn fyrir fjölbýlishús og vinnustaði. Skýlin koma í tveimur stærðum, annars vegar rúma þau 660 lítra gám og hins vegar 1.100 lítra gám. Lokin á skýlunum festast við stöng á sjálfum gámnum sem gera þau sérlega meðfærileg og þægileg í notkun. Mælt er með að setja hurðir og lok á skýlin ásamt pumpu til að auðvelda opnun hurðarloks.
Stærð 660 L: 158 cm | Breidd: 97 cm | Hæð: 135 cmStærð 1100 L: 158 cm | Breidd: 130 cm | Hæð: 150 cm Opna vefverslun
Stílhrein tvöfalt sorptunnuskýli, hægt að fá með eða án hurða. Það rúmast tvær sorptunnur í skýlinu og hægt er að stækka þau sem nemur einu bili með L-einingu.
Stærð: Lengd: 169 cm | Breidd: 92 cm | Hæð: 115 cmOpna vefverslun
Þrefalt sorptunnuskýli sem rúmar þrjár ruslatunnur. Hægt er að stækka skýlið sem nemur einu bili með L-einingu. Mælt er með að setja hurðir framan á skýlin, en hægt er að nota þau án hurðar. Hurðir eru framleiddar hjá BM Vallá og eru keyptar aukalega, ásamt festingum.
Stærð: Lengd: 249 cm | Breidd: 92 cm |Hæð: 115 cmOpna vefverslun
Fjórfalt sorptunnuskýli sem rúmar fjórar ruslatunnur. Hægt er að stækka skýlið sem nemur einu bili með L-einingu. Mælt er með að setja hurðir framan á skýlin, en hægt er að nota þau án hurðar. Hurðir eru framleiddar hjá BM Vallá og eru keyptar aukalega, ásamt festingum.
Stærð: Lengd: 329 cm | Breidd: 92 cm | Hæð:115 cmOpna vefverslun
U-eining sem rúmar eina sorptunnu. Hægt er að fá hurðir eða hurðaramma á skýlin. Hurðir eru framleiddar hjá BM Vallá og eru keyptar aukalega, ásamt festingum.
Stærð: Lengd: 89 cm | Breidd: 92 cm | Hæð: 115 cmOpna vefverslun
Falleg bogadregin tveggja tunnu steypt sorptunnuskýli sem þurfa lítið viðhald. Mælt er með að setja hurðir framan á skýlin, en hægt er að nota þau án hurðar.
Hurðir eru framleiddar hjá BM Vallá og eru keyptar aukalega, ásamt festingum.Opna vefverslun