Landslagsráðgjöf
Lilja Kristín Ólafsdóttir, landslagsarkitekt hjá BM Vallá, veitir góð ráð við hönnun og útfærslu hugmynda fyrir innkeyrsluna eða lóðina.
Það er mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að framkvæmdum og því er gott að fá ráðgjöf frá landslagsarkitektum sem hafa þekkingu og reynslu um þær útfærslur sem hægt er að fara. Lilja Kristín Ólafsdóttir, landslagsarkitekt hjá BM Vallá, aðstoðar þig við að útfæra hugmyndir og hanna draumaplanið við heimilið.
Ráðgjöfin tekur mið af framkvæmdum á einu svæði við húsnæðið, t.d. aðkomu að húsi, innkeyrslu eða baklóð. Miðað er við svæði sem er að hámarki 200 fm að stærð. Gögnin taka mið af heildarhönnun svæðisins en eru ekki formlegar framkvæmdateikningar. Nauðsynlegt er að senda gögn fyrir tímann með grunnteikningu, lóðamörkum og ljósmyndir af svæði. .
Bóka tíma / lesa meira um landslagsráðgjöf