Fegra og bæta garða og útivistarsvæði
Hjá BM Vallá er glæsilegt úrval af fallegum og stílhreinum bekkjum sem setja svip á umhverfið. Þeir eru endingargóðir og mega standa úti allt árið um kring.
Bekkir eru sérpöntunarvörur.
Vefverslun BM Vallá birtir verð, lagerstöðu, tækniupplýsingar og þar er hægt að panta bekki.
Opna vefverslun
Einstaklega stílhreinn, vandaður og traustur garðbekkur sem hentar vel í hina ýmsu garða. Bekkurinn er hannaður af Ómari Sigurbergssyni en hann sá einnig um hönnun Jazzbekksins vinsæla sem og Borgarbekksins. Í efsta hluta bekksins er olíuborin eik sem styður vel við bakið.Piano er sérpöntunarvara.
Heilsteyptur klassískur garðbekkur sem þolir að standa úti allt árið um kring. Garðbekk er hægt að fá með og án baki, einnig er hægt að fá hann með límtréssetu.
Vöruhönnuður: Inga Rut GylfadóttirGarðbekkur er sérpöntunarvara.
Kubbur eru gegnheilt steyptur bekkur með ferköntuðu formi sem hægt er að raða upp á ýmsa vegu.Kubbur er sérpöntunarvara.