Glæsilegur hleðslusteinn
Óðalshleðslusteinn myndar glæsilegar hleðslur sem auðvelt er að laga að umhverfinu, svo sem frístandandi veggi, upphækkuð blómabeð eða stoðveggi.
Óðalshleðslusteininn er 36 cm á lengd og fæst Óðalstoppur í sömu lengd til að loka hleðslunni.
Vefverslun BM Vallá birtir verð, lagerstöðu, tækniupplýsingar og þar er hægt að panta.Opna vefverslun
Steininn er hægt að nota í bogadregnar eða beinar hleðslur með hornum eða innfellingum. Við mælum með því að líma með steinlími eða múra á milli og styrkja hleðsluna á bakvið. Sérstakir samsetningarkubbar læsa hleðslunni sem er auðveld og fljótleg aðferð.