Hamar er nýr stoðveggur frá BM Vallá og kemur í 100 cm breidd en fæst í þremur mismunandi hæðum: 60 cm, 90 cm eða 120 cm. Þeir eru fullkomnir til að jafna út hæðarmismun í landslagi eða bæta garðhönnun. Einnig er hægt að fá 90° horn sem eykur enn frekar á notkunarmöguleika og leyfir fjölbreyttari útfærslur. Með nýrri og endurbættri hönnun er uppsetning á stoðveggjunum auðveldari og fljótlegri.
Stoðveggurinn er með sléttri steinsteypuáferð báðum megin og er útlit hans eins að framan og aftan. Hægt er að setja stoðveggina saman á tvo mismunandi vegu, allt eftir því í hvaða tilgangi verið er að nota stoðvegginn.
1) Stoðveggir festir saman með vinklum/boltum, t.d. ef stoðveggurinn á að halda jarðvegi öðru hvoru megin, eru einingarnar boltaðar saman með vinklum við uppsetningu. Þetta tryggir hámarksstyrk og stöðugleika veggjarins.
2) Stoðveggir festir saman með hraðþenslumúr, t.d. þegar markmiðið er að afmarka svæði eða búa til skjólgirðingu, er hægt að sérpanta stoðveggi með raufum sem steyptar eru saman með þenslumúr. Með þessari aðferð eru engar festingar, vinklar eða boltar sjáanlegir á hvorri hlið, sem gerir útlitið stílhreint og snyrtilegt.