Kallar fram andrúmsloft liðinna tíma
Óðalssteinn fær sérstaka meðhöndlun til að ná fram gömlu sígildu yfirbragði og veðruðu útliti. Óðalssteinn er eftirsóttur þar sem endurskapa á andrúmsloft liðinna tíma. Þess vegna hafa arkitektar og hönnuðir oft valið óðalsstein við endurgerð sögulega mikilvægra svæða á borð við umhverfi Þingvallakirkju.
Vefverslun BM Vallá birtir verð, lagerstöðu, tækniupplýsingar og þar er hægt að panta.
Opna vefverslun
Óðalssteinn á vel heima í gömlu sem nýju umhverfi, en gamalt og sígilt yfirbragð hans minnir á liðina tíma og setur sérlega skemmtilegan svip á umhverfið.Hægt er að fá hann „tromlaðan“ en þá eru brúnirnar núnar og brotnar sem gefur annað útlit.
Steinninn er 6 cm eða 8 cm að þykkt og kemur í þrem stærðum.
Nánar um val á hellum