Við ætlum okkur að vera umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins. Lestu um áherslur, árangur og markmið okkar í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál.
Árið 2022 verður lengi í minnum haft vegna stríðshörmunga í Úkraínu en meðal margvíslegra afleiðinga stríðsins lokuðust helstu sementsmarkaðir heimsins. Leita þurfti óhefðbundna leiða til að fá sement í steypuna og hafði það óhjákvæmilega neikvæð áhrif á kolefnisspor framleiðslunnar.
En þrátt fyrir utanaðkomandi þátta, sem ekki var hægt að stjórna, náðum við að lækka kolefnisspor steypunnar á árinu sem nemur 5,6% eða um 2.273 tCO2. Það samsvarar útblæstri frá um 1.400 fólksbílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.
Frá árinu 2020 höfum við lækkað kolefnissporið í steypunni um 14,3% og minnkað heildarlosun um rúmlega 5.200 tCO2.
*M.v. meðalfólksbíl, eknum 15.000 km á ári, og losun upp á 108 g/km. Heimild: FÍB.
Yfirlýst stefna okkar í loftslagsmálum um að taka ábyrgð á allri losun steypunnar, þar með talið sementsins, gerir að verkum að meðal forgangsverkefna er að gera sementið umhverfisvænna og draga úr notkun þess í steypuuppskriftum.
Á árinu jukum við notkun á umhverfisvænna sementi um 35% í steypugerðum okkar og kynntum til leiks Berglindi, vistvænni steypu með allt að 40% minna kolefnisspor.
Gögn samkvæmt kröfum ESG
Sjálfbærniuppgjör BM Vallár er gert í samræmi við UFS leiðbeiningar, staðfest af Klöppum grænum lausnum hf sem veittu aðstoð við gerð uppgjörsins.
Skoða skýrslu og áritun Klappa
Við drógum úr losun GHL í starfseminni um 5,6%*, eða 2273 tCO2. Það samsvarar árlegum útblæstri, hér á landi, frá 1.400 fólksbílum sem ganga fyrir eldsneyti.
*pr. framleiddan rúmmetra.
Við jukum notkun um 35% á umhverfisvænna sementi í steypugerðum okkar, enda teljum við mikilvægt að draga úr notkun á hefðbundnu sementi sem ber ábyrgð á 85-90% af losun steypu.
Við buðum fram Berglindi, vistvænni steypu, með 40% lægra kolefnisspor, þrátt fyrir afar erfiða birgðastöðu sements á árinu vegna stríðsátaka í Úkraínu.
Meðaltalslosun GHL dróst um 5,6% á árinu miðað við hvern framleiddan rúmmetra af steypu, og það þó svo að framleiðsluaukning upp á 12% hafi verið milli ára.
Endurnýtingarhlutfall á steypu dróst lítillega saman milli ára, en með áframhaldandi endurhönnun á steypuuppskriftum tókst okkur að auka notkun á umhverfisvænni sementsgerð enn frekar, eða um 35%.
Sementið er einnig í stöðugri þróun hvað varðar umhverfisáhrif og tókst sementsframleiðanda okkar, Norcem, að minnka losun um 2,5% tCO2 á hvert framleitt tonn.
*Miðað við framleiddan m3 á steypu
Heildarlosun allrar starfsemi BM Vallár jókst á milli ára sem skýrist að miklu leyti á framleiðsluaukningu ársins.
Í flokki 1, umfangi 3, eru upplýsingar um losun er tengist aðkeyptri vöru og þjónustu. Í flokki 3, eru upplýsingar um losun tengt eldsneytis- og orkunotkun. Í flokki 5 eru upplýsingar um losun vegna úrgangs frá rekstri.
Líkt og viðmið ESG gera ráð fyrir er losun á fyrri stigum (óbein losun) mikilvægur losunarmælikvarði til að fylgjast með og eru þær upplýsingar því einnig birtar í skýrslunni.
Heildarorkunotkun (kWst) dróst saman um 11%*.
Orkunotkun (kWst) frá jarðefnaeldsneyti dróst saman um 12%*.
Heildarvatnsnotkun (m3) dróst saman um 10,5%* og var mesti samdrátturinn á heitu vatni.
*Miðað við orkunotkun pr. framleiddan rúmmetra.
Upplýsingar um orkunotkun ársins.