HLÍTNIREGLUR
Skýr stefna um eftirfylgni við gildandi reglur og lög (e: compliance) og eru hlítnireglur uppærðar í takt við gildi og viðmið samfélagsins hverju sinni.
Fjöldi úrræða er í boði fyrir starfsfólks sem vill spyrja einhvers eða tilkynna um ámælisverða háttsemi, grun um brot á lögum eða á reglum fyrirtækisins í gegnum „SpeakUp“ úrræði.
Innleiddar hafa verið siðareglur í viðskiptum og gefnar út margvíslegar leiðbeiningar um aðgerðir gegn spillingu, peningaþvætti og netöryggi ásamt því að stefna um viðskiptaþvinganir og mannréttindi er í gildi. Auk þess fær starfsfólk fræðslu um samkeppnislög, ábyrgð, eftirfylgni og viðurlög vegna þess.
Meðferð og viðbrögð við slíkum ábendingum og tilkynningum fer eftir ákvæðum laga nr. 40/2020 um vernd uppljóstrara og verklagsreglum fyrirtækisins um uppljóstrun starfsmanna um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi.
Siðareglur birgja eru viðhafðar og eru í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla ásamt meginreglum sem varða mannréttindi, vinnuréttindi, vörn gegn spillingu og umhverfi.
Áherslur í tengslum við mannréttindamál eru skýrar og hafa reglur verið hertar þar að lútandi. Krafa er um að viðskiptavinir og birgjar stundi heiðvirða viðskiptahætti og virðingu mannréttinda í hvívetna og er hvers konar mismunun ekki liðin. Vegna þeirra refsiaðgerða sem eru í gildi gagnvart stríðinu í Úkraínu eru sérstakar aðgætur viðhafðar gagnvart öllum skuldbindingum og samningum fyrirtækisins.