Við störfum eftir skýrri stefnu í heilsu- og öryggismálum og teljum að það sé ein mikilvægasta undirstaða ábyrgrar mannauðstefnu.
Áhersla er lögð á greiningar á áhættu og aðgerðir til að draga úr áhættu við störf. Starfsfólk er hvatt til að huga vel að eigin öryggi í störfum með því að framkvæma stuttar áhættugreiningar áður en verk hefjast og hefur starfsfólk skýrt umboð til að stöðva öll verk sem það telur að ekki sé nægilega öruggt hverju sinni.
Ýmsir mælikvarðar og aðferðir eru notaðir til eftirlits og eftirfylgni, svo sem áhættugreiningar, atvikaskráningar, öryggissamtöl og úrbótaverkefni.
Framkvæmdar eru innri úttektir, ábendingar eru skráðar og markvisst unnið að úrbótum. Haldið er utan um skráningar, úrbótaverkefni og aðgerðir úr innri úttektum í miðlægu atvikaskráningarkerfi.
Unnið er úr þessum atvikum eftir tilefnum og öll alvarleg atvik sem krefjast fyrstu hjálpar, læknismeðferðar eða valda fjarveru starfsfólks eru rannsökuð, rótargreind og unnið að fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig.
Sjö slys á starfsfólki
Fimm fjarveruslys á starfsfólki
Tvö slys sem þörfnuðust læknismeðferðar
172 öryggissamtöl þar sem stjórnandi ræðir við starfsfólk um öryggismál
98 úrbóta- og forvarnarverkefni varðandi heilsu og öryggi
238 næstum slys á starfsfólki
Skráð næstum slys, sem hefðu getað valdið fjarveru eða alvarlegum afleiðingum, eru rannsökuð með sambærilegum hætti og aðrar skráningar tengt öryggismálum.
Unnið hefur verið að innleiðingu á smáforriti (appi) fyrir starfsfólk sem hefur það að markmiði að skrá, tilkynna og fylgjast með athugasemdum tengt öryggismálum í starfseminni. Með 5S-appi er lögð áhersla á hreint og vel skipulagt vinnusvæði ásamt STOP-spjaldi. Verkefni ársins tóku mið af innleiðingu nýs apps ásamt vinnu í tengslum við öryggisstjórnunarstaðalinn ISO 45001.
Innleiðing á notkun á 5S-appi og STOP-spjaldi fyrir starfsfólk til að framkvæma úttektir og skrá ábendingar.
Öryggi á verkstöðum. Tilgangurinn er að auka öryggi starfsfólks á verkstöðum og fylgja betur eftir í öryggismálum. Ásamt því að skilgreina ferla öryggisúttekta á verkstöðum með tilliti til stærðar og umfangs verka.
Öryggisúttekt á námum- og efnisvinnslu. Tilgangurinn er að auka öryggi við efnis- og námuvinnslur. Áhættugreiningar á starfsemi við námu- og efnisvinnslu sem og akstursleiðum til og frá vinnusvæðum. Innleiðing á verklagsreglum námuvinnsla og að starfsfólk hafi fengið kynningu/þjálfun samkvæmt áhættumati.
Bætt öryggismenning á vinnustað. Stjórnendur setja markmið sem eiga að stuðla að bættri öryggismenningu meðal starfsfólk.
Vinna hófst við innleiðingu á ISO45001 öryggisstjórnunarstaðlinum sem mun ljúka á árinu.