BM Vallá gegnir forystuhlutverki í framleiðslu á steypu og múrvörum fyrir íslenskan byggingariðnað. Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er leiðarljósið í starfseminni.
Í meira en 70 ár hefur BM Vallá gegnt forystuhlutverki í framleiðslu á steypu- og múrvörum fyrir íslenskan byggingariðnað. Framleiðslan byggir á þekkingu, reynslu og gæðum sem endast og standast ströngustu kröfur við íslenskar aðstæður.
Reynslumikið starfsfólk veitir ráðgjöf um lausnir sem miða að því að styðja viðskiptavini til að byggja með umhverfisvænni hætti og draga þannig úr neikvæðum loftslagsáhrifum.
Vöruframboð er fjölbreytt og felur í sér steinsteypu, múr og flot, hellur og garðeiningar, forsteyptar húseiningar, smáeiningar ásamt endursölu á sérhæfðum múrvörum.
BM Vallá rekur tvær fagverslanir og er önnur staðsett í Reykjavík og hin á Akureyri. Að auki er öflug vefverslun þar sem hægt er að panta vörur og fá sent til viðtakanda um allt land.
Starfsstöðvar eru sex, þ.m.t. steypustöð, múr- og helluverksmiðja, húseininga- og smáeiningaframleiðsla ásamt söluskrifstofum á fjórum stöðum. Einnig eru tvær rannsóknarstofur starfræktar þar sem fara fram prófanir, rannsóknir og þróun á þeim vörum sem eru framleiddar hjá fyrirtækinu.
Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og hefur BM Vallá sett sér það metnaðarfulla markmið að verða umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins. Stefnt er á að steypuframleiðsla og starfsemi verði kolefnishlutlaus árið 2030.
Traustur rekstur er lykilatriði í starfseminni. Sterkur efnahagsreikningur er nauðsynlegur gagnvart sveiflukenndum markaði og til þess að mæta óvæntum atburðum. BM Vallá er og hefur verið óháð utanaðkomandi fjármögnun í fjölda ára og er fjárfesting eingöngu fjármögnuð með eigin fé.
Samkvæmt ársreikningi 2022 nam heildarvelta BM Vallár 9,1 milljarði samanborið við 6,1 milljarða 2021, en þar af er rúmlega 1 milljarður vegna tekna af sölu lóða sem er liður í undirbúningi á endurstaðsetningu félagsins á næstu árum og er að hluta þegar hafinn.
Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði eru jákvæðir um 1,7 milljarða m.v. 0,8 milljarða árið áður en þar hefur sala lóða meirihluta áhrif til þess að mæta framtíðarfjárfestingu endurstaðsetningar.
BM Vallá er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo 2022, en framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að starfsemin er stöðug, byggir á sterkum stoðum og eflir hag allra.
Þá er starfsemin jafnlaunavottuð skv. ÍST 85:2012 og stjórnkerfi fyrirtækisins gæðavottað samkvæmt ISO 9001 og er BM Vallá eini steypuframleiðandinn á Íslandi með þá vottun. Fyrirtækið er á lokametrunum varðandi vottun á umhverfisstjórnunarkerfinu ISO 14001 og öryggisstjórnunarkerfinu ISO 45001.
BM Vallá er í eigu eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á að auki Björgun og Sementsverksmiðjuna.
Starfsfólk okkar hélt erindi um vistvæna mannvirkjagerð á 12 viðburðum á árinu.
BM Vallá hlaut steinsteypuverðlaun Steinsteypufélagsins fyrir steypuna í húsnæði Vök Baths á Austurlandi.
Alls hafa 300 rampar með hellum frá BM Vallá verið byggðir til að auka aðgengi hreyfihamlaðra að verslun og þjónustu.
Við unnum með 5217 viðskiptavinum á árinu við hin ýmsu verkefni tengt mannvirkjagerð.
Starfsfólk er 180 talsins og vinnum við saman að því marki að gera byggingariðnaðinn umhverfisvænni.
Kolefnisspor okkar á tveimur árum hefur minnkað sem samsvarar losun frá 3200 fólksbílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.