Markmið um kolefnishlutleysi í starfseminni árið 2030 kallar á markvissa vöruþróun, breytingar á verkferlum og mótvægisaðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Markmið okkar um kolefnishlutleysi í starfseminni árið 2030 kallar á markvissa vöruþróun, rannsóknir og nýsköpun. Til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfseminni höfum við kortlagt helstu aðgerðir og áherslur ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem eru í gangi (sjá einnig myndina “Leiðin að Núllinu” á næstu síðu).
Nýjar sementsblöndur og steypuuppskriftir
Rannsóknir og þróun nýrra bindiefna
Nýsköpun og hringrásarlausnir
Föngun koldíoxíðs
Orkuskipti og orkunýting
Á árinu tókum við upp pappírslaust bókhald og sendum alla reikninga og hreyfingarlista rafrænt til viðskiptavina okkar. Við náðum ekki markmiði okkar um að klára umhverfisvottun skv. ISO 14001 en það ætti að nást á þessu ári.
Sementsframleiðandi okkar, Norcem AS í Noregi, hefur einnig sett sér það markmið að framleiðsla fyrirtækisins verði kolefnishlutlaus frá og með árinu 2030.
Það er okkar staðfasta skoðun að til þess að ná árangri í loftslags- og umhverfismálum þarf að horfa á lausnir sem hafa hnattræn áhrif. Sem þýðir með öðrum orðum að við tökum ábyrgð á allri losun sem verður til á heimsvísu við framleiðslu og flutning þeirra hráefna sem notuð eru í steinsteypu, þrátt fyrir að losun frá sementsframleiðslu telji ekki beint inn í losunarbókhaldið á landsvísu.
Sementshlutinn er um 85-90% af heildarlosun CO2 í starfsemi BM Vallár og er það því forgangsmál að bjóða fram nýjar tegundir steypu sem eru með umhverfisvænna sementi, eins og t.d. með Berglindi - vistvænni steypu.
Umhverfisstefna okkar tekur tillit til daglegrar starfsemi, við alla framleiðslu, við val á birgjum og þjónustuaðilum.
Leitast er við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá starfseminni með því að:
Steypuframleiðsla og starfsemi verði kolefnishlutlaus 2030.
Hafa ábyrga nýtingu auðlinda að leiðarljósi
Leggja áherslu á stöðuga vöktun, umbætur og stýringu þátta sem geta haft neikvæð áhrif á umhverfið
Vinna að markvissri vöruþróun, nýsköpun og rannsóknum í eigin framleiðslu og í samstarfi við birgja og samstarfsaðila
Stuðla að hringrásarhugsun í framleiðslunni með því að endurnýta, gera við, endurframleiða og endurvinna auðlindir sem falla til í rekstri á ábyrgan hátt
Flokka úrgang sem fellur til í starfseminni, auka endurvinnslu og draga úr almennu sorpi/urðun ásamt því að minnka matarsóun
Víkja aldrei frá lagakröfum á sviði umhverfismála og viðhalda enn strangari kröfum þar sem við á
Stuðla að orkusparandi aðgerðum í starfseminni með því að vakta, mæla og leita leiða til að draga úr rafmagns- og vatnsnotkun
Styðja við vistvænan ferðamáta, þegar það er hægt, með því að nota ökutæki í starfseminni sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum