Við veitum styrki til margvíslegra samfélagsverkefna í gegnum samfélagssjóðinn Hjálparhella BM Vallár.
Markmið samfélagssjóðsins er að veita fjárhagslegan styrk og styðja þannig við verkefni sem samræmast stefnu, gildum og heimsmarkmiðum sem BM Vallá starfar eftir. Á árinu var veittur styrkur til fjölda samfélagsverkefna, bæði smárra sem stóra. Meðal stærri samstarfsverkefna var stuðningur til UNICEF á Íslandi, UN Women og Römpum upp Ísland.
Viðskiptavinir BM Vallár gegna mikilvægu hlutverki í samfélagsverkefnum fyrirtækisins en ákveðið hlutfall af ársveltu fer í málaflokkinn. Þannig geta allir verið hjálparhellur og látið góðs af sér leiða.
Á árinu var m.a. veittur styrkur til eftirfarandi samfélagsverkefna
UNICEF – styrkur til kaupa á næringarríkum jarðhnetupokum til vannærðra barna
Römpum upp Ísland - samstarfsaðili í verkefninu með því að leggja til hellur, sand og efni
UN Women - fjárstyrkur til starfsemi
UMFN - styrkur til starfsemi félagsins
Eskifjarðarskóli - ferðastyrkur til 9. bekkjar
Krabbameinsfélag Íslands - styrkur vegna Mottumars
FH - styrkur til starfsemi handknattleiksdeildar
Foreldrahús Vímulaus æska - styrkur til starfsemi
Knattspyrnufélag ÍA - styrkur til starfsemi
UMF Leiknir - styrkur til starfsemi
Landsamband hestamanna - styrkur til starfsemi
Körfuknattleiksdeild Akranes - styrkur til starfsemi
Körfuknattleiksdeild Tindastóls - styrkur til starfsemi
Íþróttafélag fatlaðra - styrkur til starfsemi