Markmið um kolefnishlutleysi í starfseminni árið 2030 kallar á markvissa vöruþróun, breytingar á verkferlum og mótvægisaðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Markmið um kolefnishlutleysi í starfseminni árið 2030 kallar á markvissa vöruþróun og nýsköpun ásamt breytingum á verkferlum og metnaðarfullum mótvægisaðgerðum svo hægt verði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í öllu sem við kemur framleiðslu BM Vallár.
Helsti sementsframleiðandi okkar, Norcem AS í Noregi, hefur sett sér sambærileg markmið um kolefnishlutleysi og hafa nú þegar verið kortlagðar aðgerðir sem nema um 60% af takmarkinu. Í því felst m.a. að bjóða upp á nýjar sementstegundir, kolsýring á steypu, föngun og niðurdæling/binding koldíoxíðs úr framleiðslu á sementi, ásamt bættri orkunýtingu.
Sementshlutinn er um 85-90% af heildarlosun CO2 í starfsemi BM Vallár og er það því forgangsmál að bjóða fram nýjar tegundir steypu sem eru með umhverfisvænna sementi. Nú þegar getur fyrirtækið boðið viðskiptavinum sínum upp á steypu sem er með allt að 40% minna kolefnisspor.
Leitast er við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá starfseminni með því að: