Við ætlum okkur að vera umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins. Lestu um áherslur, árangur og markmið okkar í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál.
Við drógum úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfseminni um 10%* á árinu, eða 2.915 tCO2. Þessum árangri náðum við með því að nota umhverfisvænna sement, auka endurnýtingarhlutfall og með þróun nýrra steypuuppskrifta.
*pr. framleiddan rúmmetra.
Við lögðum höfuðáherslu á að auka notkun á umhverfisvænni sementsgerð. Árangurinn lét ekki á sér standa og gátum við boðið sement sem er með 20% lægra kolefnisspor samanborið við hefðbundið hreint sement sem var notað eingöngu hjá fyrirtækinu árið áður.
Við unnum markvisst að þróun og uppfærslum á steypuuppskriftum, samhliða ströngu gæðaeftirliti til að tryggja sömu gæði, ásamt því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Með nýjum steypuuppskriftum kynntum við til sögunnar steypu sem er með 40% minna kolefnisspor heldur en hefðbundin steypa.
Við tökum fulla ábyrgð á allri þeirri losun sem verður til á heimsvísu við framleiðslu og flutning þeirra hráefna sem notuð eru í steinsteypu, þrátt fyrir að losun frá sementsframleiðslunni telji ekki beint inn í losunarbókhaldið á landsvísu. Sement telur 85-90% af heildarkolefnisspori hvers framleidds rúmmetra.
Með því að nota umhverfisvænna sement náðum við að lækka losun koltvísýrings um 8,3% milli ára, eða sem nemur 27 kg í hverjum framleiddum rúmmetra af steypu. Auk þess jukum við endurnýtingarhlutfall á steypu um 7%.
Þetta köllum við 100% ábyrga mótvægisaðgerð og að axla ábyrgð á allri virðiskeðju sementsnotkunar í framleiðslunni.
*Miðað við meðalfólksbíl, eknum 15.000 km á ári, og losun upp á 108 g/km. Samkvæmt viðmiði frá FÍB.
Meðaltalslosun pr. einingu kgCO₂ í/m3
Framleiðsluaukning milli ára
Endurnýtingahlutfall á steypu
Mótvægisaðgerð – m3 endurnýtt / m3 framleitt
Með mótvægisaðgerð – sparað tCO₂
Þó svo að heildarlosun starfseminnar hafi aukist sökum framleiðsluaukningar þá náðist góður árangur í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og nemur sú lækkun 10% sökum mótvægisaðgerða í tengslum við minni notkun sements og nýrra steyputegunda.
tCO₂í
2.819
3.099
332
239
Eldsneytisnotkun farartækja
2.487
2.781
Heildarlosun
95,8
81,4
Rafmagn
31,8
30,9
64
51
155
194
Umfang 1, 2 og 3 - heildarlosun
Heildarorkunotkun (kWst) dróst saman um 22,5%*.
Orkunotkun (kWst) frá jarðefnaeldsneyti dróst saman um 13%*.
Heildarvatnsnotkun (m3) dróst saman um 18%* og var mesti samdrátturinn á heitu vatni.
*Miðað við orkunotkun pr. framleiddan rúmmetra.
Heildarvatnsnotkun
m³
177.357,9
145.066,5
52.771,5
46.634,8
124.586,4
98.431,7
Heildarorkunotkun
kWst
21.368.737
20.773.809
Jarðefnaeldsneyti
11.111.883
12.123.419
Lífeldsneyti
3.030.844
2.941.331
Hitaveita
7.226.010
5.709.039
Bein orkunotkun
12.123.440
Óbein orkunotkun
10.256.854
8.650.370
Samstarfsverkefnið grænir verktakar felur í sér sameiginlega ábyrgð í endurvinnslu umbúða. Verktakar skila umbúðum til BM Vallá sem afhendir Pure North umbúðirnar og sjá þau um endurvinnslu plastsins.
Endurvinnsluhlutfallið jókst í 29%, samanborið við 13% árið áður.
Nýsköpunarverkefni sem BM Vallá, VSÓ ráðgjöf og s.ap.arkitektar hafa unnið að og miðar að því að þróa forsteyptar húseiningar úr umhverfisvænni steypu sem hægt er að taka í sundur og setja aftur saman.
Hugmyndin er að byggja og hanna fyrsta íslenska hringrásarhúsið sem hámarkar auðlindanýtingu og lágmarkar kolefnissporið.
Stefnt er að því að 90% af byggingarefninu verði endurnýjanlegt eða endurnotað.
Staðsteypt hús hafa einnig möguleika á því að vera umhverfisvænni og vinnum við að nýsköpunarverkefni með Félagsbústöðum og s.ap.arkitektum.
Markmiðið er að ganga skrefinu lengra en vottunarstaðlar og nota steypu með minna sementi og endurnýta hráefni og fylliefni skv. hringrásarhugsun.
Á Akranesi kemur Folium til með að byggja græna iðngarða þar sem vistvæn ásýnd, skipulag og hönnun eru höfð að leiðarljósi í allri framkvæmd.
BM Vallá sér um framleiðslu á forsteyptum húseiningum þar sem markmiðið er að nota eins umhverfisvæna steypuuppskrift og hugsast getur, án þess þó að slá af kröfum um styrk, gæði eða endingu.