Við gegnum forystuhlutverki í framleiðslu á steypu og múrvörum fyrir íslenskan byggingariðnað. Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni.
Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og hefur BM Vallá sett sér það metnaðarfulla markmið að verða umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins. Markvisst er stefnt að því að starfsemi og steypuframleiðsla BM Vallár verði kolefnishlutlaus árið 2030.
Hlutverk BM Vallár er að bjóða upp á traust, endingargott og umhverfisvænna byggingarefni fyrir mannvirkjagerð. Reynslumikið starfsfólk veitir ráðgjöf um lausnir sem miða að því að styðja viðskiptavini til að byggja með umhverfisvænum hætti og draga þannig úr neikvæðum loftslagsáhrifum. BM Vallá hefur lokið vistferilsgreiningu á steypugerðum, fyrst íslenskra steypuframleiðenda, og fengið vottaða umhverfisyfirlýsingu EPD (Environmental Product Declaration) þess efnis.
Starfsemin er fjölbreytt en sex starfsstöðvar eru starfræktar á landinu, þ.m.t. steypustöð, múr- og helluverksmiðja, húseininga- og smáeiningaframleiðsla ásamt söluskrifstofum á fjórum stöðum. Einnig eru starfræktar tvær rannsóknarstofur þar sem fara fram prófanir, rannsóknir og þróun á þeim vörum sem eru framleiddar hjá fyrirtækinu.
Traustur rekstur er lykilatriði í starfseminni og samkvæmt ársreikningi 2021 nam heildarvelta BM Vallár 6,1 milljarði samanborið við 5,5 milljarða árið áður.
BM Vallá er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo 2021 en framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að starfsemin er stöðug, byggir á sterkum stoðum og eflir hag allra. Þá er starfsemin jafnlaunavottuð skv. ÍST 85:2012 og stjórnkerfi fyrirtækisins gæðavottað samkvæmt ISO 9001 og er BM Vallá eini steypuframleiðandinn á Íslandi með þá vottun. Unnið er að innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfinu ISO 14001 og öryggisstjórnunarkerfinu ISO 45001.
BM Vallá er í eigu Hornsteins, sem á að auki Björgun og Sementsverksmiðjuna. Á árinu unnum við með 5.500 viðskiptavinum og voru ársverkin 129 talsins.
Starfsfólk hefur gildi BM Vallá að leiðarljósi í sínum störfum og liggja þau að baki allri fyrirtækjamenningu okkar.