Gott að hafa í huga við val á gegndræpum hellum
Við val á gegndræpum hellum er mikilvægt að velja rétta tegund og þykkt þar sem hönnun þessara lausna er mismunandi og þjónar ólíkum tilgangi. Þannig er gott að velja þykkari hellur ef hellusvæðið er skilgreint sem bílastæði með mikilli umferð. Kynntu þér álagsflokka hellna hér.
Undirlag í hellulögninni er lykilatriði. Fjarlægja þarf allt frostvirkt efni (leir og mold) niður á 50-100 cm dýpt. Í staðinn er fyllt upp með grús*, 3-5 cm þykkt lag af hellusandi* og þjappað vel á milli. Lögning er svo sönduð með pússningarsandi*.
*Skýringartexti
Grús: Óunnið efni með allt frá fínum sandi upp í stóra steina Hellusandur: Fínn þjappanlegur sandur, 0-10 mm Pússningarsandur: Fínn sandur, 1-7 mm