Hentar vel fyrir innkeyrslur og bílastæði.
Vínarsteinn er vinsæll hjá þeim sem vilja ná fram náttúrulegum áhrifum, t.d. í görðum og á göngustígum.
Óregluleg lögun fúgunnar milli steinanna gegnir hlutverki gegndræpa lausna ásamt því að gefa hlýlegt yfirbragð. Lag steinsins og fjölbreyttar stærðir bjóða upp á ýmsa möguleika. Hægt er að hafa steininn tromlaðan, þ.e. með ójöfnum brúnum, eða ótromlaðan með skörpum brúnum.
Stærðir: Blandaðar | þykkt 6 cm
Litir: Grár, svartur, jarðbrúnn
Álagsflokkur: II
Verkefni: Norðurturn og Elliðarárstöð
Fæst einnig í XL með stærri steinum