Hentar vel fyrir innkeyrslur og bílastæði.
Grassteinn setur skemmtilegan svip á umhverfið og brúar bilið milli grænna og steinlagðra svæða. Hann sameinar hlýleika grasflatarinnar og styrk steinsteypunnar. Steinninn gefur svæðinu grænan heildarsvip en þolir samt mikinn átroðning ásamt því að gegna hlutverki gegndræpra lausna. Hægt er að nota grassteinn á bílastæðum þar sem ökutæki standa ekki lengi í senn. Hægt er að strá grasfræjum ofan í hellubilin til að gras vaxi upp úr.
Stærð: 40x40 | þykkt 8 cm
Litur: Grár
Álagsflokkur: II
Verkefni: Bílastæðin við IKEA, Sunnusmári og planið við Veðurstofuna