Blágrænar ofanvatnslausnir hafa rutt sér rúms síðustu árin sem sjálfbær og umhverfisvænni leið við meðferð ofanvatns. Með lausninni er ofanvatninu miðlað ofan í jarðveginn í stað þess að flytja það burt með fráveitukerfinu og þannig líkt eftir náttúrulegri hringrás vatnsins.
Hönnun blágrænna lausna tekur mið af ofanvatnskeðju sem er skipt í þrjá meginhluta; meðhöndlun innan lóðar, innan hverfis og á fjarsvæðum.
Gegndræpir fletir gegna mikilvægu hlutverki til að tryggja að vatnið eigi greiða leið niður í jarðveginn. BM Vallá hefur þróað fjórar gegndræpar hellutegundir sem hafa reynst vel fyrir blágrænar ofanvatnslausnir.